Samskipti á vinnustöðum

Flokkur: Stök námskeið

Lykillinn ađ framúrskarandi samstarfi og árangri felst í öflugum samskiptum. Rannsóknir hafa margsýnt fram á fylgni milli öflugra samskipta og aukinnar framleiđni og starfsánægju.

Međal þess sem þú færđ innsýn í á námskeiđinu er:

- Mismunandi samskiptastíl og hvađ einkennir "fyrirmyndar" samskiptastíl

- Einstaklingsmun í túlkun upplýsinga og skilning

- Algengar ástæđur ágreinings á vinnustöđum 

- Hvernig megi fyrirbyggja óæskilegan ágreining og spennu á vinnustađnum

-Hvernig viđ getum eflt færni okkar í ađ takast á viđ erfiđ samskipti á vinnustađnum og erfiđ mál sem þarf ađ ræđa

Þátttakendur taka þátt í léttum æfingum tengt efninu. 

Leiđbeinandi er Rakel Heiđmarsdóttir.

Rakel er stofnandi og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Inventus ehf (sjá nánar á inventus.is). Hún útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún fékkst við mannauðsráðgjöf, stjórnunarráðgjöf og markþjálfun á árunum 2002-2005. Að auki hefur Rakel haldið ýmis námskeið um samskipti, stjórnun, o.fl hjá Reykjavíkurborg, í Opna Hákskólanum í HR, Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum. Rakel hefur auk þess unnið samtals í 12 ár sem mannauðsstjóri, frá árinu 2005, meðal annars í Norðuráli og Bláa Lóninu.   

Athugið að sjóðir stéttarfélaga greiða fyrir starfsmenn, sem eru félagsmenn í aðildarfélögum Starfsmenntar og þeim félögum sem hafa gert samstarfssamning við Starfsmennt í gegnum mannauðssjóði. Þetta á t.a.m. við um félagsmenn SFR, Kjöl og starfsmenn ríkis og sveitarfélaga í Einingu Iðju. Nánari upplýsingar um aðildarfélög Starfsmenntar má finna hér.
Viðkomandi skrá sig á heimasíðu Starfsmenntar www.smennt.is

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning