Siturðu inni þegar öll von er úti? - Vefnámskeið

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Róbert Marshall fjallaleiðsögumaður og útiþjálfari fjallar um jafnvægi, valdeflingu og lífsfyllingu í gegnum hreyfingu og útivist í skemmtilegum fyrirlestri hjá Gott að vita. Hann segir frá eigin reynslu hvernig hreyfing og áskoranir í útivist hafa aukið með honum lífshamingjuna. Fyrirlesturinn kallast „Siturðu inni þegar öll von er úti?“ og er áhugaverður fyrirlestur um hvernig sé hægt að gera lífstílsbreytingu sem stuðlar að betri líðan og meira jafnvægi í lífinu.

Þá skýrir Róbert frá því hvernig er best að setja sér markmið að aukinni hreyfingu; undirbúning, útbúnað, fróðleik, skipulag göngu, göngu- og hreyfihópa, næringu og allt sem tilheyrir einfaldri hreyfingu í náttúrunni.

Leiðbeinandi: Róbert Marshall, útiþjálfari og leiðsögumaður.

Staður og tími: Á ZOOM þann 14. nóvember frá kl. 14:00-15:00

 

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð