Vefstjórn

Flokkur: námskeið

Í þessu stutta námskeiði verður farið yfir leiðir til að mæla árangur af vefnum, mikilvægi þess að kynnast notendum vefsins og að vanda til efnisvinnu fyrir vefinn.

  • Farið verður yfir hagnýt ráð og aðferðir til að auka sýnileika efnis í Google, vakta vefinn með Google verkfærum t.d. Google Analytics og Google Search Console.
  • Farið verður yfir nokkur undirstöðuatriði notendaprófana sem einfalt er að setja upp.
  • Einnig verða nokkrar góðar grunnreglur kynntar við skrif á efni fyrir vef og hvað ber að varast, t.d. við framsetningu texta og mynda.

 Á námskeiðinu gefst tími til að vinna verkefni og rýna í vefi þátttakenda.

Kennari á námskeiðinu er Sigurjón Ólafsson, ráðgjafi hjá Fúnksjón vefráðgjöf

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning