Langar þig að læra að farða þig? Á námskeiðinu lærir þú helstu undirstöðuatriði í förðun og umhirðu húðarinnar. Þú lærir einfalda dag- og kvöldförðun ásamt því að fá ráðgjöf við litaval frá förðunarfræðingi og kennara.
Áætlun
Húðtími 1: Húðumhirða, hreinlæti og að velja réttan andlitsfarða
Húðtími 2: Skyggingar, lýsing og kinnalitur
Dagförðun: Áhersla á einfalda augnförðun, ráðgjöf við litaval
Kvöldförðun: Soft glam förðun, helsti munur á dag og kvöldförðun , lokahóf
Kennari: Margrét Bergmann Tómasdóttir
Fjöldi skipta: Fjögur skipti, tvær klst. í senn
Verð: 25.000 kr - þar af eru 10.000 kr í efniskostnað.
Við bendum umsækjendum á að athuga möguleika á styrkveitingum hjá stéttarfélagi sínu eða hjá Akureyrarbæ, sjá upplýsingar hér
| Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
|---|