Uppsetning og frágangur efnis til prentunar eða fyrir vefinn

Flokkur: námskeið

Í upphafi skal endirinn skoða, þetta orðatiltæki á vel við þegar verið er að hanna hvort sem er fyrir prentun eða vefinn.

Þetta er stutt námskeið sem hentar vel fyrir alla sem eru að setja upp blöð, bækur og bæklinga eða að vinna efni fyrir vefsíður.

Farið verður yfir atriði sem skipta máli þegar sett er upp efni til prentunar eða fyrir vefinn á áhrifaríkan hátt. 

Jafnframt verður fjallað stuttlega um prentaðferðir þ.e. offset og stafræna prentun, hvaða hugbúnað er æskilegt að nota, stillingar og skipulag. 

Leiðbeinandi: Hermann Arason. Hermann hefur starfað við grafíska vinnslu frá árinu 1989. Á þessum árum sem liðin eru, hafa orðið miklar breytingar á faginu með tilkomu tölvanna. Hermann hefur brotið um fjölda bóka, tímarita og bæklinga og hefur mikla reynslu af slíkri vinnu. 

Minnum umsækjendur á að kanna möguleika á fræðslustyrk sínu stéttarfélagi.  

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

 

 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning