Uppleið - hugræn atferlismeðferð

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Athugið þetta námskeið er haldið sameiginlega með stéttarfélögum á svæðinu og því verða ekki eingöngu starfsmenn HSN á námskeiðinu. 

Nám sem byggt er á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar er ætlað þeim sem eru 18 ára og eldri og hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla. Námið byggir á fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu bæði í kennslustundum og utan þeirra.  

Námið er samstarfverkefni SÍMEY og Farskólans, miðstöðvar símenntunnar á Norðurlandi vestra 

Markmið: Er að auka færni þátttakenda í að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi. Fjallað verður um þunglyndi og kvíða, markmiðasetningu, breytta hugsun, sjálfsmat og sjálfseflingu og bakslagsvarnir. 

Leiðbeinandi: Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur 

Hvar og hvenær: Námið verður kennt á netinu í gegnum ZOOM.  Kennt verður tvö kvöld í viku í 12 skipti, þriðjudaga og fimmtudaga 18:00-20:00, hefst 1.október. 18:00-20:00 

Lengd: Námið er samtals 40 klukkustundir að lengd og þar af 24 klukkustundir með leiðbeinanda. 

 

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:

Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

 

 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Uppleið - Hugræn atferlismeðferð 01. okt - 07. nóv Þriðjudaga og fimmtudaga 18.00-20.00 Vefnámskeið Skráning