Uppleið - Hugræn atferlismeðferð - Aukanámskeið

Flokkur: Lengra nám

Hér er um að ræða 40 klst nám sem byggt er á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. 

 

Markmið: Er að auka færni þátttakenda í að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi. Fjallað verður um þunglyndi og kvíða, markmiðasetningu, breytta hugsun, sjálfsmat og sjálfseflingu og bakslagsvarnir.

Námið samanstendur af fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu bæði í kennslustundum og utan þeirra. 

Námið er samstarfverkefni SÍMEY og Farskólans, miðstöðvar símenntunnar á Norðulandi vestra

Leiðbeinandi: Líney Úlfarsdóttir Sálfræðingur

Hvar og hvenær: Námið verður kennt á netinu í gegnum Zoom.  

Kennt verður tvö kvöld í viku mánudaga og miðvikudaga 18:00-20:00

Hefst 2. apríl og lýkur 15. maí

Lengd: Námið er samtals 40 klukkustundir að lengd og þar af 24 klukkustundir með leiðbeinanda.

Verð: Verð: 9.000.kr ef þátttakandi er í markhópi framhaldsfræðslunnar, en 55.000 kr. ef svo er ekki.
Markhópur framhaldsfræðslunnar er fólk sem ekki hefur lokið stúdentsprófi eða iðnmenntun og er eldra en 18. ára.
Athugið að námið er fyrst og fremst ætlað einstaklingum sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi og eru þeir aðilar í forgangi, en aðrir eru velkomnir á meðan pláss leyfir.