Grunnnámskeið - Gmail - Facebook - Instagram - Snapchat - Öryggi á Internetinu

Flokkur: námskeið

Námskeiðið hentar þeim sem vilja ná betri tökum á Internetinu og vinsælu forritunum Gmail, Facebook, Instagram og Snapchat. Námskeiðið er skipt í fjögur kvöld á tveimur vikum. Kennt er á mánudögum og þriðjudögum. 

Dagskrá námskeiðs


Fyrsta kvöld 10.feb - Tölvupóstur - Gmail - Google – 18.30-21.30
Farið verður yfir hvernig er búið sér til e-mail og notað það, senda tölvupóst, skoða tölvupóstinn og almenn notkun á honum, eins verður farið yfir hvernig hægt er að nýta sér google aðganginn sinn til að halda utan um ýmsar upplýsingar og ljósmyndirnar sínar.

Annað kvöld 11.feb – Facebook – 18.30-20.30 
Farið verður yfir hvernig er stofnað er Facebook aðgangur, notkun á Facebook, hvað ber að varst og hvernig er hægt að nýta sér í það til að fylgjast með fjölskyldu, vinum og áhugamálum.

Þriðja kvöld 17.feb - Instagram – Snapchat – 18.30-20.30
Farið verður yfir hvernig skal búa sér til aðgang og nota svo þessa samfélagsmiðla og hvað ber að varast á þeim.

Fjórða kvöld 18.feb - Internetið – Snjalltæki – 18.30-20.30
Almenn netnotkun, hvernig á að googla, hvað ber að varast á netinu og hvað er nytsamlegt.
Setja upp öpp og nota þau, eins og t.d. Facebook, Instagram og Snapchat

Eftir námskeiðið ætti fólk að geta sent og tekið á móti tölupósti, notað google aðganginn sinn til að halda utan um lykilorðin sín og ljósmyndir. Notað facebook til að fylgjast, sett inn færslur, ljósmyndir, skoðað vegginn hjá öðrum, sent vinabeiðni, líkað við síður sem það vill fylgjast með, leitað að fólki og sent vinabeiðni, eins ætti fólk að fá getað gert sér grein fyrir hvað gervi prófílar eru og hvað ber að varast við þá. Sett inn myndir á Instagram, skoðað myndir hjá öðrum, líkað við þær og skrifað komment við þær, sent snap á vini, sett snap í story hjá sér og skoða fréttaveituna á snappinu. Googlað það sem fólk vil finna, varast “click bait”, sett síður í bókamerki hjá sér og öll almenn netnotkun.

 

Þátttakendur mæta með eigið tæki (tölvu, síma eða spjaldtölvu)

Leiðbeinandi: Hilmar Þ. H. Egilson - tölvusérfræðingur

 

Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið! 

Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð