Þrautseigjuþjálfun

Flokkur: námskeið

Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig má þjálfa þrautseigju. Túlkun okkar og viðbragð spilar aðalhlutverkið þegar þrautseigja er annars vegar og ef við getum tamið hugann til  hugrekkis, náum við að efla þrautseigjuna.

Lykilspurningar: 

  • Hvað er þrautseigja og hvernig aukið þið hana í eigin lífi?
  • Er til eitthvað sem að heitir„of mikil“ þrautseigja?
  • Hver er munurinn á þrautseigjuþjálfun og streitustjórnun?
  • Hvaða þættir stuðla að þrautseigju og hvaða verkfæri eru í boði?
  • Hvernig getum við nýtt okkur taugavísindin til að auka álagsþol?
  • Hvað er núvitund og hvernig getum við nýtt þá aðferð til að draga úr streitu?
  • Hvaða með hugræna atferlismeðferð?
  • Hvað kom út úr þrautseigjuprófinu þínu?
  • Hvert verður þitt næsta skref í að auka þrautseigju þína?

Undirbúningur

Þátttakendur taka I resilience prófið fyrirfram og skoða eftirfarandi spurningar :

  • Hvaða leiðir nota ég til að endurhlaða batteríin 
  • Hvernig hef ég komist í gegnum tímabil streitu og álags

Útkoma:

Þátttakendur munu þekkja eigin þrautseigjustuðul, vita hvaða þættir ýta
undir aukna þrautseigju og fá ýmis verkfæri til að auka álagsþol og viðnám í
einkalífi og starfi.

Leiðbeinandi: Guðrún Snorradóttir, master í jákvæðri sálfræði og vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá ICF (International coaching federation). 

 

*Athugið að sjóðir stéttarfélaga greiða fyrir starfsmenn, sem eru félagsmenn í aðildarfélögum Starfsmenntar og þeim félögum sem hafa gert samstarfssamning við Starfsmennt í gegnum mannauðssjóði. Þetta á t.a.m. við um félagsmenn SFR, Kjöl og starfsmenn ríkis og sveitarfélaga í Einingu Iðju. Nánari upplýsingar um aðildarfélög Starfsmenntar má finna hér. Aðilar í Starfsmennt skrá sig hér www.smennt.is

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð