Þjónandi leiðsögn - grunnnámskeið

Flokkur: HSN

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).  

Þjónandi leiðsögn byggir á grunnhugmyndum um gagnkvæm tengsl. Hugmyndafræðin er einstaklingsmiðuð nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru í forgrunni. Þungamiðjan snýr að því að tilgangur samskipta okkar er að með samveru verði til jákvæð upplifun sem mótast af kærleika, hlýrri nærveru og þeim gildum sem samfélagið byggir á.  
Aðferðafræðin byggir á fjórum grunnstoðum sem eru; 

  • öryggi  

  • að upplifa umhyggju og kærleika 

  • að veita umhyggju og kærleika 

  • þátttaka.  

Megináhersla er að ná fram gagnkvæmu breytingarferli sem leiðir til félagsskapar og þátttöku í samfélaginu. 

Á námskeiðinu verður farið í  hugmyndafræðina sjálfa, bakgrunn og aðferðir.


Leiðbeinandi: Brynja Vignisdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Hvar og hvenær: 29. janúar kl 10:00-11:30

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Þjónandi leiðsögn - 29. jan. Fimmtudagur 10:00-11:30 Vefnámskeið Skráning