Tarot fyrir mig

Flokkur: námskeið

Spilin 78 í Tarot eru táknræn framsetning flestra þátta lífsins. Hin forna viska í Tarot opnar möguleikann á að skoða þitt eigið líf og annarra á nýjan hátt. Við skoðum hvað Tarot er og getur gert fyrir okkur. Við lærum að lita á Tarot spilin sem ‘góða vini’ sem vilja okkur það besta. Við spyrjum og spilin svara. Spilin geta leiðbeint okkur í öllu því sem við þurfum að kljást við í okkar daglegu lifi.

Til þess að við getum túlkað svörin þurfum við að læra ákveðin grunnatriði sem þessu námskeiði er ætlað að taka fyrir. Farið er yfir ’tromp-spilin’ sem eru 22 spil, ’mannspilin’ sem eru 16 og yfir ’svið-spilin’ sem eru 40. Við byrjum að lesa úr spilunum strax frá byrjun. Notum fyrst bara ’tromp-spilin’

þangað til við höfum kynnst hinum spilunum. Í lok námskeiðsins er hægt að leggja öll 78 spilin til að skoða fortíð, nútíð og framtíð frá öðru sjónarhorni.

Fyrirkomulag: Námskeiðið er staðnámskeið og fer kennslan fram í SÍMEY, einu sinni í viku í 6 vikur.

Þátttakendur muna fá aðgang að lesefni, verkefnum og aukaefni. Ætlast er til að þátttakendur komi með eigin Tarot spil en hægt verður að hafa afnot af Rider-Waite-Smith spilum á námskeiðinu, ef þarf. 

Leiðbeinandi: Annette Jacquelien er reyndur framhaldsskólakennari sem hefur Tarot sem áhugamál. Hana langar að deila reynslu sinni af Tarot og bjóða upp á skemmtilegt námskeið þar sem allir geta tekið þátt í að spá í spil og haft gaman.  

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning