Taktu tökin og auktu afköstin - Streituskólinn

Flokkur: námskeið

Okkar nálgun er sú að álagið í lífi okkar er ekki einvörðungu í tengslum við starfið heldur einnig lífið þess utan. Markmið okkar er að vekja athygli á þessu sívaxandi samfélagsmeini, auka ábyrgð starfsmanna sem og stjórnenda og draga úr veikindafjarveru.

Stuðst verður við klínískar sænskar rannsóknir og nýjustu þekkinguna í streitufræðunum.

Farið verður yfir muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu? Þá verður þátttakendum gefin verkfæri til að greina streitu og kenndar rannsakaðar aðferðir henni til forvarnar og úrlausna. Greinarmunur verður gerður á því hvar ábyrgð starfsmanna liggur og hvernig starfsfólk getur aukið afköst sín án þess að auka við streituna. Fjallað verður um samskipti sem stuðla að vellíðan á vinnustað, leiðir sem auka afköst, sem og mikilvægi vinnustaðamenningar.

Kynnt verða ný hugtök úr streitufræðunum eins og til að mynda daghvíld á vinnustað. Farið verður í viðurkenndar aðferðir sem stuðla að slökun á vinnutíma. Fjallað verður um aðferðir sem stuðla að bættri tímastjórnun og forgangsröðun svo draga megi úr streitu og kulnun. Farið verður í tímaáætlanir og komið inn á algeng skipulagsforrit sem gagnast í daglegu lífi.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fá betri yfirsýn yfir verkefnin sín, auka skipulagshæfni sína, draga úr streitu og stuðla að bættri forgangsröðun í starfi, námi eða daglegu lífi.

Dæmi um algengar spurningar sem svarað verður á námskeiðinu: 

 • Hvers vegna er streita og kulnun orðin svona algeng í dag?
 • Hver er munurinn á streitu og kulnun? 
 • Hvort er um að ræða ástand eða sjúkdóm?
 • Hvar liggur ábyrgð starfsmanna vs. stjórnenda?
 • Með hvaða hætti næ ég að blómstra í starfi?
 • Hvað segja nýjustu rannsóknir?
 • Á streittur einstaklingur afturgengt á vinnumarkaðinn?
 • Hverjir eru mest útsettir fyrir streitunni?
 • Hvernig forgangsraða ég? 
 • Hvernig áætla ég tímann sem fer í verkefnið?
 • Hvað ber að varast við tímastjórnun og forgangsröðun?
 • Hverjar eru algengustu afleiðingar dræmrar tímastjórnunar?
 • Með hvaða hætti næ ég að klára verkefnin í stað þess að fresta þeim? 
 • Hvernig set ég mér og öðrum mörk? 
 • Hverjir eru helstu tímaþjófarnir og truflanir sem við upplifum?

Leiðbeinandi: Helga Hrönn Óladóttir umdæmisstjóri Streituskólans og Streitumóttökunnar á Norðurlandi

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning