Tæklaðu streituna með tímastjórnun - Streituskólinn

Flokkur: Stök námskeið

Námskeiðslýsing

Fjallað verður um aðferðir sem stuðla að bættri tímastjórnun og forgangsröðun svo draga megi úr streitu og kulnun. Kynnt verður nýjasta þekkingin úr streitufræðunum. Farið verður í tímaáætlanir og komið inn á algeng skipulagsforrit sem gagnast í daglegu lífi. Hentar öllum þeim sem vilja fá betri yfirsýn yfir verkefnin sín, auka skipulagshæfni sína, draga úr streitu og stuðla að bættri forgangsröðun í starfi, námi eða daglegu lífi.  Svarað verður spurningum á borð við:

  • Hvernig forgangsraða ég?
  • Hvernig áætla ég tímann sem fer í verkefnið?
  • Hvað ber að varast við tímastjórnun og forgangsröðun?
  • Hverjar eru algengustu afleiðingar dræmrar tímastjórnunar?
  • Með hvaða hætti næ ég að klára verkefnin í stað þess að fresta þeim?
  • Hvernig set ég mér og öðrum mörk?
  • Hverjir eru helstu tímaþjófarnir og truflanir sem við upplifum?

Fyrirlestur, opnar umræður og virk þátttaka.

Lengd: 2 tímar

Leiðbeinandi:  Helga Hrönn Óladóttir frá Streituskólanum

Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið! 
Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð