Að stíga ölduna

Flokkur: vefnámskeid

Að stíga ölduna - Aðlögunarhæfni leiðtogans

 

VAXTAVERKIR LEIÐTOGANS Á ÓVISSUTÍMUM

Á tímum óvissu er margt við leiðtogahlutverkið sem að minnir á hlutverk skipstjórans í ólgusjó . Viðbrögð og samskiptastíll leiðtogans munu segja mikið til um hvernig gengur að koma hópnum í gegnum öldurótið . Í þessari þjálfun verður farið yfir hagnýt atriði er snerta hvernig best er fyrir leiðtogann að fóta sig í nýjum veruleika , leiða áfram sitt fólk og halda sjó .

 

LEIÐTOGINN Í BRENNIDEPLI - Tilfinningalæsi og tilfinningastjórnun

Einn mikilvægasti hæfileiki okkar er svo kölluð tilfinningagreind , talin einn af tíu eftirsóknaverðustu hæfileikum sem framtíðar leiðtoginn þarf að búa yfir. Rannsóknir hafa sýnt fram á að tilfinningagreind hefur jákvæð áhrif á aukna frammistöðu og þrautseigju einstaklinga , eykur tryggð starfsmanna sem og viðskiptavina við fyrirtækið og býður upp á nýjar lausnir til að halda ró okkar í vaxandi óvissu

 

INNIHALDSRÍKIR FJARFUNDIR

Fjarfundir eru komnir til að vera eða hvað ? Undanfarnar vikur hafa fleygt okkur út í „ djúpu laugina “ í hinni stafrænu vegferð . Hvort sem við viljum eða ekki þá þurfa leiðtogar að endurskilgreina tilgang , innihald og tíðni funda með sínu teymi . Þá skiptir máli að vita hvað er að nýtast best og byrja þessa fjarfundarvegferð með glans.

 

AÐ VIRKJA STARFSMENN Í FJARVINNU

Virkni starfsmanna byggir á eftirfarandi grunnþörfum : að hafa hæfni , að vera félagslega tengdur og upplifa reglulega sjálfræði í sínu starfi . Undanfarnar vikur hafa leiðtogar glímt við nýjan veruleika þegar starfsmenn eru ekki líkamlega á svæðinu . Þá gildir að beita aðlögunarhæfni og finna nýjar leiðir til að hlúa að virkni starfsmanna á tímum fjarvinnu .

 

Fyrirkomulag: Fjórir námskeiðshlutar, hver hluti er 90-120 mínútur. Athugið að hægt er að kaupa einn námskeiðshluta í einu. 

Leiðbeinandi er Guðrún Snorradóttir PCC stjórnendamarkþjálfi

 

Frekari upplýsingar veita Ingunn og Kjartan (ingunn(hja)simey.is og kjartan(hja)simey.is)

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð