Sölu-, markaðs- og rekstrarnám - nám fyrir frumkvöðla

Flokkur: Lengra nám

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám er sérstaklega hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja styrkja eigin rekstur eða þá sem hafa í hyggju að stofna eigið fyrirtæki.
Námið er kennt sem blanda af staðnámi og fjarnámi og er kennt á mánudögum - föstdaga frá kl. 8:30 - 12:30

Fög:
Fullorðni námsmaðurinn 
Tölvu- og upplýsingatækni
Sölutækni
Viðskiptatengsl og þjónusta
Verslunarreikningur
Almenn markaðsfræði
Samskipti
Sjálfstraust, framsögn og framkoma
Markaðsrannsóknir
Excel við áætlanagerð
Markaðssetning á samfélagsmiðlum
Stafræn markaðsfræði
Lykiltölur, lausafé og áætlanagerð
Samningatækni
Frumkvöðlafræði og fyrirtækjasmiðja
Stofnun fyrirtækja
Verkefnastjórnun
Gerð kynningarefnis og gerð viðskiptaáætlana.

Athugið að námið er ætlað einstaklingum sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi. 

Lengd: Námið er 288 klst en að auki er gert ráð fyrir einhverri heimavinnu þátttakenda. Námið má meta til allt að 22 eininga á framhaldsskólastigi.

Hér má sjá námskrána á pdf sniði.

Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum tengdum almennum sölu- og markaðsstörfum.

Hvenær: Námið hefst 28. janúar 2021 og lýkur 19. maí. 

Verð: 106.000 kr  (með fyrirvara um breytingar á verðskrá fræðslusjóðs)

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !

 

2021 vorönn