Sölu-, markaðs- og rekstrarnám - nám fyrir frumkvöðla

Flokkur: Lengra nám

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám er sérstaklega hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja styrkja eigin rekstur eða þá sem hafa í hyggju að stofna eigið fyrirtæki.  Námið er kennt í samstarfi SÍMEY og Fræðlsumiðstöðvar Vestfjarða.

Fyrirkomulag náms: Námið hefst 16. október 2023 klukkan 17:00 og lýkur 20. maí 2024. Námið er byggt þannig upp að einn námsþáttur er kenndur í einu. Allir fyrirlestar eru teknir upp fyrirfram og aðgengilegir námsmönnum í gegnum netið. Námið fer fram í gegnum Microsoft Teams og fá þátttakendur aðgengi að Microsoft leyfum á meðan á námi stendur.

Námsmenn hafa aðgengi að kennara á mánudgöum og fimtudögum milli kl. 17:00 og 20:00 í gegnum Teams. Þar fá nemendur aðstoð og leiðsögn við gerð verkefna frá kennara. Þar fyrir utan er nemendum frjálst að nýta sér aðstöðuna í SÍMEY og hafa þar aðgengi að ráðgjöfum og verkefnastjórum. Fyrstu dagana verður námstækni kennd og fyrirkomulagið nánar útskýrt. Frekari upplýsingar um upphaf námsins verða sendar út áður en námið hefst.

 

Námsþættir í Sölu,- markaðs- og rekstrarnámi:

Fullorðni námsmaðurinn 
Tölvu- og upplýsingatækni
Sölutækni
Viðskiptatengsl og þjónusta
Verslunarreikningur
Almenn markaðsfræði
Samskipti
Sjálfstraust, framsögn og framkoma
Markaðsrannsóknir
Excel við áætlanagerð
Markaðssetning á samfélagsmiðlum
Stafræn markaðsfræði
Lykiltölur, lausafé og áætlanagerð
Samningatækni
Frumkvöðlafræði og fyrirtækjasmiðja
Stofnun fyrirtækja
Verkefnastjórnun
Gerð kynningarefnis og gerð viðskiptaáætlana.

 

Athugið að námið er ætlað einstaklingum sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi. 

Lengd: Námið er 288 klst en að auki er gert ráð fyrir einhverri heimavinnu þátttakenda. Námið má meta til allt að 22 eininga á framhaldsskólastigi.

Hér má sjá námskrána á pdf sniði.

Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum tengdum almennum sölu- og markaðsstörfum.

 

Verð: 113.000 kr  (með fyrirvara um breytingar á verðskrá fræðslusjóðs)

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. 

Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá dagsetningu umsóknar.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist innan 14 daga eftir að umsókn var send inn, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en 14 daga fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !