Matarsmiðja Helga magra

Flokkur: Lengra nám

Í smiðjunni læra þátttakendur handtökin við að fullvinna matvæli með öruggum hætti. Námið felur í sér verklega og bóklega kennslu.

Í náminu er læra nemendur að vinna úr kjöti og mjólkurafurðum. Kynnast þeim reglugerðum og heilbrigðiskröfum sem gerðar eru við vinnslu matvæla.

Þátttakendur gefst kostur á að þróa og framleiða eigin humgyndir undir handleiðslu fagmanna.

Námið er framkvæmt við matarstíg Helga magra og hafa aðilar þar forgang í námið.

Námsfög:

  • Hreinlætis og örverufræði
  • Vélar og tæki
  • Næringarfræði
  • Sjálfbærni og matarsóun
  • Kötvinnsla
  • Ostagerð
  • Unnið að þróun og gerð eigin matvæla

Leiðbeinendur: Ýmsir

Námið verður að hluta til kennt í fjarnámi, en verkleg kennsla í staðnámi

Staðsetning: Fyrsta mæting í húsnæði SÍMEY, Þórsstíg 4 Akureyri

Tímasetning: Kennt á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 17:00 og 21:00, einnig má gera ráð fyrir að verklegir tímar verði að einhverju leyti á laugardögum.

Hefst 1. febrúar kl. 17:00 og lýkur 27. mars

Verð: 36.000