SKRIFSTOFUSKÓLINN

Flokkur: Lengra nám

Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og starfsfærni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf. 

Námið er 160 klukkustundir og Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt meta megi það til styttingar framhaldsskóla til allt að 18 eininga.

Námið er ætlað einstaklingum 18 ára og eldri með stutta formlega skólagöngu að baki.

Markmið námsins er að nemandi: efli sjálfstraust sitt og öryggi til faglegra starfa á skrifstofu, auki færni sína til að vinna störf á nútímaskrifstofu, auki þjónustufærni sína, nái valdi á tölvufærni sem krafist er við almenna skrifstofustörf og auki námsfærni sína.

Námsmat: Námsmat felst í verkefnaskilum sem þjálfa ákveðin hæfniviðmið samkvæmt námskrá. Hvert fag telst staðið hafi þátttakandi skilað verkefnum á fullnægjandi hátt.

Hér má nálgast námskrána á pdf formi

Áhersla lögð á að kenna á Office 365 og vinnubrögð í fjarvinnslu. 

Hvenær: Kennsla hefst miðvikudaginn 2. febrúar klukkan 9:00. Kennt er alla virka daga á milli kl. 9:00 og 12:00. Mögulegt er að taka námið í fjarnámi.

 

Námsgreinar:
•Verslunarreikningur
•Þjónusta
•Samskipti
•Handfært bókhald
•Tölvubókhald
•Námstækni
•Færnimappa og ferilsskrá
•Tölvu- og Upplýsingatækni

Verð: 60.000 kr (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs)

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. 

Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá dagsetningu umsóknar.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist innan 14 daga eftir að umsókn var send inn, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en 14 daga fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !