Sjálfsvígshætta

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).  

Fyrri hluti:
Felur í sér að horfa á myndband og skrá svör við verkefnum, s.k. hugleiðingar. Þátttakendur geyma sín svör eða hugleiðingar til að nota í seinni hluta námskeiðsins.

Þátttakendur fá skjalið „hugleiðingar“ sent í tölvupósti ásamt glærum ,tengli á myndband og öllum upplýsingum um hvernig skal nálgast efnið.

Best er að hlaða skjalinu niður og prenta út og skrifa svör/hugleiðingar inn í það jafnóðum á meðan horft er á myndbandið. Við notum þetta skjal svo í umræðutímum. Gott er líka að hlaða niður tékklistanum sem fylgir með og prenta hann út fyrir seinni hluta námskeiðsins.

Gera má ráð fyrir að það taki um 3 klst að horfa á myndbandið og vinna verkefni upp úr því. Hægt er að horfa á þeim tíma sem hentar hverjum og einum best en mikilvægt er að þátttakendur verði búnir að ljúka fyrri hluta fræðslunnar þegar seinni hlutinn sem er þjálfun í litlum hópum fer fram.

Seinni hluti:

Fer fram á Teams og á heilsugæslustöðvum HSN 13. apríl kl 9:00-11:00.

Annað: 

Námskeiðið er nýtt og kemur frá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Námskeiðið hefur ekki verið keyrt áður í núverandi mynd hjá HSN. Gert er ráð fyrir að þetta námskeið verði hluti af nýliðaþjálfun allra fagstétta í framtíðinni og geti aðstoðað fagfólk heilsugæslu við að viðhalda þekkingu sinni. Endurgjöf ykkar er því afar mikilvæg svo hægt sé að þróa það áfram.  Spurningalisti fyrir endurgjöf verður sendur út að námskeiði loknu.

Athugið að skráningu lýkur 2 vikum fyrir námskeiðið eða 30. mars.

Lengd: 5 klst
Leiðbeinandi: Pétur Maack, yfirsálfræðingur HSN

 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning