Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).
Námskeiðslýsing:
Mat á sjálfsvígshættu
Í aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi kemur fram að fagfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu skuli sækja reglubundna fræðslu um mat á sjálfsvígshættu. Þar kemur líka fram að fagfólk skuli fylgja samræmdu sjálfsvígsáhættumati á öllum opinberum heilbrigðisstofnunum.
Þetta námskeið um sjálfsvígsáhættumat var þróað af geðsviði Landspítalans í samstarfi við Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Námskeiðið hentar öllum fagstéttum sem starfa í heilsugæslu og eiga í beinum samskiptum við notendur þar sem gæti þurft að gera mat á sjálfsvígshættu. Kennd er stigvaxandi nálgun á sjálfsvígshættu sem er sú aðferð sem mælt er með til að meta sjálfsvígshættu.
Námskeiðið felur í sér tvo námshluta:
1. Fræðsluefni á rafrænu formi, rúmlega 2klst.
Þátttakendur fá aðgang að upptökunni 2-3 vikum fyrir seinni námskeiðshluta og geta horft á hana á þeim tíma sem hentar. Verkefni fylgir upptökunni sem best er að vinna á meðan horft er á upptökuna. Mikilvægt er að hafa lokið við að horfa á upptökuna og fylla út verkefnið áður en mætt er í seinni námskeiðshluta.
2. Mæting í umræðuhóp 24.mars 2026 á teams fjarfundi, 90 mín.
Þáttakendur mæta á bókaðan fjarfund og taka þátt í umræðu í tengslum við mat á sjálfsvígshættu. Þátttakendur mæta undirbúnir með svör við verkefni eftir áhorf. Farið verður yfir ýmis atriði svo sem það sem gott er að hafa í huga þegar rætt er við notendur í sjálfsvígshættu, það sem ber að varast og spurningum svarað.
ATH skráningarfrestur er til 3. mars
Leiðbeinandi: Liv Anna Gunnell
Hvar og hvenær: Fjarnámskeið 24.03. Kl 13:30-15:00 á Teams
Hámarksfjöldi: 10 manns
| Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
|---|---|---|---|---|---|---|
| Sjálfsvígsáhætta | 24. mar. | Þriðjudagur | 13:30-15:00 | Fjarnámskeið | Skráning |