Saumanámskeið

Flokkur: námskeið

 

Námskeiðið er hugsað sem vinna nemenda við verkefni að eigin vali og með aðstoð kennara. Ekki er um eiginlega kennslu að ræða, heldur geta nemendur fengið aðstoð við þau verkefni sem þau velja að vinna. Hægt er að fá aðstoð við að taka upp snið og breyta lítillega, sauma, frágang og annað sem til fellur.
Ætlast er til að þátttakendur komi sjálfir með allt sem til þarf varðandi saumaskap s.s. vélar, skæri, títuprjóna o.s.frv.
Frábært fyrir alla sem vilja komast út 1 sinni í viku, vera í góðum félagsskap og sauma.
Lengd: 25 klst. 10 skipti
Markmið: Að geta unnið sjálfstætt í eigin verkefnum
Námsmat: Munnleg endurgjöf frá kennara
Kennari: Soffía Margrét Hafþórsdóttir fatahönnuður og Kristín Þöll Þórsdóttir klæðskeri
Hvar: SÍMEY Þórsstíg 4
Hvenær: Hefst í byrjun september, nánari tímasetning síðar
Verð: 33.750 kr.
Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning