Sáning sumarblóma, krydds og matjurta

Flokkur: námskeið

Viltu tryggja þér blómlegt sumar og bragðgóða uppskeru beint úr eigin garði? Með hækkandi sól er tíminn til að byrja að huga að sáningu kominn.

Á þessu hagnýta námskeiði fer Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur yfir allt það helsta sem þarf að hafa í huga til að ná árangri í ræktun frá fræi.

Það sem farið er yfir á námskeiðinu:

  • Fræúrval: Hvað ber að hafa í huga þegar fræ eru valin á sölustöðum?
  • Tímasetning sáningar: Hvenær á að byrja? Við skoðum tegundir sem þurfa langan vaxtartíma (t.d. stjúpur, fjólur og rósmarín) og þær sem má sá síðar eða beint út í beð.
  • Lykilþættir ræktunar: Hvernig stýrum við hitastigi, birtu og næringu til að fá sterkar og heilbrigðar plöntur?
  • Frá potti í beð: Hugsað um plönturnar frá sáningu og allt fram að útplöntun.
  • Af hverju að mæta?
  • Garðverkin eru einstaklega gefandi iðja sem veitir bæði hugarró og hagnýta uppskeru. Hvort sem þú ert með stóran matjurtagarð eða vilt rækta krydd í gluggakistunni, þá veitir þetta námskeið þér þekkingu og hvatningu til að byrja ræktunartímabilið með stæl.
  • Fyrir hverja? Alla sem vilja læra undirstöðuatriði sáningar og ræktunar, hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna.

Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur

Hvar og hvenær: 10. mars klukkan 17:00-18:30

Verð: 14.900 kr

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Sáning sumarblóma, krydds og matjurta 09. mar. þriðjudagur 17:00-18:30 vefnámskeið 14.900 kr. Skráning