Sáning krydds, matjurta og sumarblóma - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Með hækkandi sól kemur Auður I: Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið og garðsins með námskeið til okkar um sáningu matjurta, krydds og sumarblóma.

Garðverkin eru gefandi iðja og uppskeran er fyrirheit um blómríkt sumar og gæði á matardiskinn.

Á námskeiðinu fjallar Auður um fræúrvalið sem býðst á sölustöðum, sáninguna og ræktun upp af frí fram að útplöntun. Stjúpur, fjólur, fagurfífill og rósmarin eru tegundir sem þurfa langt vaxtartímabil og er sáð fyrir í febrúar, öðrum tegundum er sáð í mars og apríl og sumar tegundir er sáð beint út í beð í maí. Hitastig, birta og næring eru lykilinn að góðri ræktun og fer Auður vel yfir þá þætti. 

Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen. Auður er garðyrkjufræðingur af garðplöntubraut og vann við ræktun pottaplantna í áravís. 

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.
Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð