Samfélagstúlkur

Flokkur: Lengra nám

Ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við samfélagstúlkun sem felst í því að miðla munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins. 

Nemendur læra um íslenskt samfélag og helstu stofnanir. Krufin eru álitamál og siðareglur túlka skoðaðar. Einnig fá nemendur þjálfun í glósutækni og túlkun á námskeiðinu. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun.  

Námsgreinar og áherslur: 

Helstu áherslur í náminu eru að undirbúa verkefni og ganga úr skugga um þekkingu á viðfangsefnum, að læra túlkatækni og verklag túlkunar, fjölmenningarfærni, góð samskipti og samvinnu með það að leiðarljósi að undirbúa samfélagstúlka undir starf.  

Samfélagstúlkur starfar sjálfstætt og ber ábyrgð á eigin þekkingu og þarf að meta getu sína til verksins. Hann þarf að hafa skilning á túlkunarferlinu við mismunandi aðstæður og tryggja að aðilar skilji hlutverk og verklag túlksins. Helstu viðfangsefni samfélagstúlksins eru að: undirbúa verkefni og ganga úr skugga um eðli þess, túlka í lotum eða samtímis, glósa ef þarf, gera grein fyrir verklagi túlkunar. 

Samfélagstúlkur túlkar allt sem fram kemur á milli viðmælenda og þarf jafnframt að gera sér grein fyrir að sumt er ekki hægt að þýða og þarf því stundum að útskýra, leiðrétta eða spyrja út í efnið í miðju samtali.  

Námið er kennt í staðnámi og fjarnámi. Í staðnámi er gerð krafa um fulla mætingu. 

Námsþættir 

  • Íslenskt samfélag 

  • Helstu stofnanir 

  • Siðfræði og álitamál 

  • Fjölmenning 

  • Aðstæður og öryggi 

  • Undirbúningur 

  • Umsýsla og þjónusta 

  • Túlkunartækni 

 

Námið er ætlað öllum sem eru 18 ára eða eldri og hafa náð hæfniviðmiðum B1 í íslensku sem og a.m.k. einu öðru tungumáli, miðað við evrópska tungumálarammann.   

Námsmat byggir á þátttöku og verkefnaskilum í fjarnámi og mætingu í staðnámi. 

Lengd: 110 klst. Hefst í lok nóvember 2023 og lýkur í apríl 2024.
*Skipulag verður birt þegar nær dregur.

Verð: 43.000 kr.
Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !

Frekari upplýsingar varðandi samfélagstúlkun gefa
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Sif- 460-5717 - netfang: sif@simey.is

 


Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út.
Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá dagsetningu umsóknar. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist innan 14 daga eftir að umsókn var send inn, verða námsgjöld innheimt að fullu
(sjá greiðsluskilmála SÍMEY). Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en 14 daga fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.