Málmsuðusmiðja MIG/MAG

Flokkur: Lengra nám

Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrarformi og verklegri vinnu en auk þessa þurfa þátttakendur að halda verkdagbók á meðan á námskeiði stendur. Miðað er við að fagbókleg kennsla nemi að lágmarki 13 klukkustundum af 80 klukkustunda heildarnámstíma námsins.

Athugið að námið er ætlað einstaklingum sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi. 

Forkröfur náms: Ætlað fólki sem er 18 ára og eldra.
Lengd: 80 klst.

Hvenær: Nám hefst í janúar 2024.  Nánari tímasetning verður auglýst síðar.  Tímasetningar á umsóknarvef gilda ekki.

Námsmat: Gerð er krafa um 80% lágmarksmætingu.

Kennarar: Kristján Þ. Kristinsson og Stefán Finnbogason.
Verð: 42.000 kr (með fyrirvara um breytingar á verðskrá fræðslusjóðs)

Hér má finna námskrána á pdf formi

p.s. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning