Ræktaðu þitt eigið grænmeti

Flokkur: námskeið

Á námskeiðinu er fjallað um útiræktun krydds og grænmetis. Frá því að forræktaðar plöntur eru gróðursettar og sáð er beint út í beðin. Greint er frá hefðbundnum og óhefðbundnum ræktunaraðferðum og áburðargjöf.

Farið er yfir sjúkdóma og skordýr sem hrjá matjurtirnar og fjallað um lífrænar varnir. Auk alls þessa eru kynntar fjöldi tegunda matjurta. Námskeiðið prýðir fjöldi mynda og myndbönd af úr ræktun leiðbeinansdans. 

Nemendur á námskeiðinu fá aðgang að lokuðum hóp á Fésbók.  Þar mun Auður miðla upplýsingum og myndböndum og nemar fá tækifæri á að spyrja og spjalla. 

Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen

Fyrirkomulag: Þátttakendur geta tengst námskeiðinu á sinni eigin tölvu, síma eða snjalltæki, þannig er hægt að taka þátt með einföldum hætti heima hjá þér eða í vinnunni í ró og næði.

 

*Félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðin sér að kostnaðarlausu. 

Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn og starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð