Fræðslunni verður skipt upp í tvo hluta, fyrr hluti námskeiðsins er hugsaður fyrir alla starfsmenn HSN. Þar verður farið yfir helstu meginreglur laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Þá verður tekin fyrir vinnsla persónuupplýsinga, öryggisbrestir og persónuvernd á vinnustöðum.Seinni hluti fræðslunnar er svo sérstaklega hugsaður fyrir heilbrigðisstarfsmenn, þar verður farið yfir meðhöndlun viðkvæmra heilsufarsupplýsinga, persónuupplýsinga, skráningu í sjúkraskrá o.fl
Hvar og hvenær: 13. apríl kl 10:00-12:00
10:00-11:00. Allir starfsmenn HSN
11:00-12:00. Heilbrigðisstarfsmenn
| Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
|---|---|---|---|---|---|---|
| Persónuvernd | 13. apr. | Mánudagur | 10:00-12:00 | Vefnámskeið | Skráning |