Núvitund

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).  

Hugsað fyrir skólahjúkrunarfræðinga, en aðrir innan HSN velkomnir.  

Hugur okkar reikar stöðugt og hugsanir koma og fara. Með þjálfun má ná umtalsvert betri stjórn á huganum og draga úr óeirð og einbeitingarskorti. Með því að taka eftir tilfinningum og hugsunum og átta sig á eðli þeirra má verjast áleitnum, neikvæðum hugsunum sem vinna gegn okkur. Þannig má draga úr álagi og stressi, minnka vanlíðan og kvíða, auka trú á eigin getu og efla eigin hæfni til að ráða við andlega og líkamlega krefjandi verkefni. Með yfirvegun, eftirtekt og skilningi getum við betur mætt eigin þörfum og hjálpað öðrum við að uppfylla sínar þarfir. Núvitund er þjálfuð með íhugun og einbeitingu í einföldum æfingum. Á námskeiðinu verður farið í grundvallarhugtök og fræði sem tengjast núvitund. Einnig verða æfingar kenndar bæði sem gagnast skólahjúkrunarfræðingum sjálfum sem og börnum og unglingum sem eru skjólstæðingar þeirra.  

Leiðbeinendur: Aðalheiður Sigfúsdóttir og Kristín Elva Viðarsdóttir sálfræðingar

Námskeiðið er 8 klst. og verður kennt á miðvikudögum frá 14 – 16 í gegnum skype. 

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning