Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

Flokkur: Lengra nám

Námið hefur hliðsjón af greinanámskrám Aðalnámskrár framhaldsskóla í íslensku, tungumálum, stærðfræði og lífsleikni en með sérstaka áherslu á mismunandi námsnálgun námsmanna og samþættingu námsþátta. Námsleiðin hentar sérstaklega vel þeim einstaklinum sem lokið hafa raunfærnimati í iðngreinum og hyggja á að ljúka sveinsprófi. Námið er kvöldnám og verður kennt tvö kvöld í viku veturinn 2019-2020 og hentar því með vinnu.

Námið er kennt mánudaga og miðvikudaga milli kl. 17.00 og 20.00 og Laugardögum kl. 9:00 - 12:00

Námsmat er eingöngu í formi símats og/eða verkefnavinnu. Engin próf eru í áföngunum. 

Áfangar á vorönn 2020:

Stærðfræði 2RH05: Hefst 3. febrúar og lýkur 1. apríl. Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 17.00 - 20.00 og annan hvern laugardag kl. 9.00 -12.00

 Enska 2LS05: Hefst 15. apríl og lýkur 27. maí. Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 17.00 - 20.00 og annan hvern laugardag kl. 9.00 -12.00

Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi þessa námsleið til styttingar á námi í framhaldsskóla en vekur athygli á því að mat á fyrra námi nemenda er á ábyrgð skólameistara viðkomandi framhaldsskóla.

 

Verð: 73.000 kr (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs)

Nánari tímasetning á námskeiðinu verður auglýst síðar.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !