MYNDLISTASMIÐJA II - Málun

Flokkur: Lengra nám

Megináhersla er lögð á að þátttakendur nái færni í grunnatriðum myndlistar og afli sér þekkingar og leikni með vinnu sinni. Þátttakendur efla skapandi hugsun og læra að fanga hugmyndir sínar sem þeir síðan útfæra á margvíslegan hátt. Þátttakendur kynnast einnig ýmsum aðferðum við framsetningu hugmynda sinna, notkun mismunandi áhalda og mikilvægi frágangs á myndverkum sínum. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, verklegri vinnu, vettvangsheimsóknum. Þátttakendur halda verkdagbók/skissubók á meðan á námskeiði stendur.

Listasmiðja er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri með litla formlega menntun.

Lengd: Námskeiðið er 80 klst.
Forkröfur náms: Engar
Kennari: Bryndís Arnardóttir (Billa) sem hefur áratuga reynslu af myndlistarkennslu ásamt því að starfa sem myndlistarmaður
Hvar: SÍMEY, Þórsstíg 4
Hvenær: Hefst 5. febrúar.  Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 17:00-21:00.
Verð: 35.000 kr. (birt með fyrirvara um hækkun skv. ákvörðun Fræðslusjóðs)

Hámark 12 þátttakendur

p.s. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!