Matreiðslunámskeið - miðausturlönd

Flokkur: námskeið

Á námskeiðinu er farið yfir helstu hráefni og krydd sem notuð eru í rétti frá Líbanon, Marokko, Sýrlandi, Ísrael, Grikklandi, Tyrklandi og Egyptalandi.

  • Farið vel yfir krydd sem eru í þessum heimshluta mild og góð og setjum þau í samhengi við íslenskt hráefni.
  • Farið yfir brauðgerð í þessum löndum og gert flatbrauð .
  • Lagaðir nokkrir smáréttir frá ýmsum löndum og ýdífur frá þessum löndum eins og hummus, baba ganush og fleira.
  • Grænmetis og kornréttir eins og cous cous og falafel.

Að lokum er slegið upp veislu þar sem allir smakka afraksturinn.

Leiðbeinandi: Jón Daníel Jónsson matreiðslumeistari

 

*Stéttarfélögin Eining Iðja, Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð