Markþjálfun í tungumálanámi

Flokkur: námskeið

Virkjaðu nemendur þína – sem tungumálaþjálfi! 

Áhugahvöt – leið til varanlegs náms 

Innri hvati einstaklings er grundvöllur náms sem skilar árangri til framtíðar. Sem kennarar getum við undirbúið okkur markvisst, haft góðar fyrirætlanir og verið frumleg í kennslu. En varanlegt nám á sér aðeins stað ef nemendur okkar VILJA virkilega læra og búa yfir innri áhugahvöt. 

Hvernig er hægt að hjálpa nemendum í tungumálanámi að virkja þessa áhugahvöt? Ein leið til þess er sem tungumálaþjálfi. Á þessu námskeiði er farið yfir leiðir til að vekja áhuga  nemenda þannig að þeir skilji hvers vegna þeir þurfa að læra og glæði viljan til náms. Tungumálaþjálfinn býr til nám MEÐ nemendum, ekki FYRIR þá. Nemandi sem lærir tungumál með leiðsögn tungumálþjálfa upplifir að hann sé séður og að á hann sé hlustað og hann öðlast þannig öryggi til að marka sína eigin leið.  


Hvernig fer þetta fram? 

Á námskeiðinu fá þátttakendur sjálfir þjálfun í markþjálfun og þannig góða innsýn í gildi markþjálfunar í tungumálanámi. Þeir fá tækifæri til að spreyta sig á markþjálfun og upplifa hvernig er að þiggja markþjálfun. Þátttakendur á námskeiðinu ættu, strax að námi loknu að geta byrjað að markþjálfa sína tungumálanemendur.


Þetta námskeið gefur: 

  • Innsýn í nýjustu kenningarnar um nám og hvernig þær geta mótað kennslu

  • Þekkingu og þjálfun í spurningatækni til að innleiða í kennslu 

  • Hagnýta reynslu í markþjálfun með leiðsögn

  • Áþreifanleg verkfæri til að innleiða tungumálaþjálfun 

  • Leiðir sem nemendur í tungumálanámi geta nýtt sér

 

Dagskrá námskeiðs:

  • 26. - 27. janúar kl 9.30-16.30 staðkennsla

Dagur 1 - ítarleg kynning á bakgrunni og innihaldi markþjálfunar í tungumálanámi og verklegar æfingar.
Dagur 2 - þátttakendur móta sína leið í því hvernig þeir vilja nýta markþjálfunina og setja upp áætlun fyrir æfingatímabilið sem eftir fylgir.

 

  • 20. mars kl 10:00-14:00 fjarkennsla

Þátttakendur í náminu deila reynslu sinni og fá ný verkfæri og innblástur til að efla nemendur sína enn frekar.

 

  • 9. apríl kl 10.00-14.00 fjarkennsla 

Þátttakendur í náminu deila reynslu sinni og fá ný verkfæri og innblástur til að efla nemendur sína enn frekar.

 

  • 14. maí kl 9.30-16.30 staðkennsla

Þátttakendur meta eigin markþjálfun og hvernig aðferðin nýtist þeim best í starfi. Í lok námskeiðsins hefur hver og einn sett upp áætlun um innleiðingu tungumálaþjálfunar í sínu starfi. Þátttakendur hafa aðgang að vel útbúinni verkfærakistu til að nýta í þeirri vinnu. 

Tíminn á milli lota er hugsaður til að æfa aðferðina undir handleiðslu.

Leiðbeinandi: Stine Hesager Lema, þróunarráðgjafi og tungumálaþjálfi í hæfnimiðstöð Studieskolen. Hún er menntaður tungumálakennari og hefur starfað lengi við kennslu í erlendum tungumálum og vinnur með Cambridge-ensku í framhaldsskólum. Stine hefur mikla reynslu í þróunarverkefnum á sviði tungumálakennslu og gerð matstækja. 

 

Aðrar hagnýtar upplýsingar: 

Námskeiðið fer fram á ensku. Þú færð aðgang að námsumhverfi Studieskolen á netinu, þar sem er aðgangur að öllu efni af námskeiðinu, ýmis sniðmát og þar er samræðuvettvangur leiðbeinanda og þátttakenda á námskeiðinur. 

Hádegismatur og hressing í staðkennslu innifalið í námskeiðsgjaldi. 

 

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.

Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning