Markþjálfun - Evolvia

Flokkur: Stök námskeið

Evolvia ACC Markþjálfunarnám er heildrænt og hagnýtt nám sem veitir nemandanum góða undirstöðu í aðferðafræðum markþjálfunar. Námið byggir bæði á fyrirlestrum og verklegum æfingum þar sem nemendur markþjálfa hver annan. Einnig fá allir nemendur mentor markþjálfa sem þeir hitta reglulega á námstímanum. Í náminu lærir nemandinn á áhrifaríkan hátt að beita þeim ellefu grunnþáttum sem markþjálfi þarf að kunna skil á. Námið inniheldur framsæknar æfingar, krefst töluverðar sjálfsskoðunar og veitir mikinn lærdóm um hvern og einn.

Kennsludagar.

  • 10. og 11. febrúar - mánudag og þriðjudag
  • 9. og 10. mars      - mánudag og þriðjudag
  • 6. og 7. apríl        - mánudag og þriðjudag
  • 11. og 12. maí       - mánudag og þriðjudag

Verð: 533.000 kr, þar af skráningargjald 50.000 kr. Snemmskráning viku eftir kynningu á 479.700 kr

Innifalið í námskeiði:
64 klst – ACSTH vottuð þjálfun í markþjálfun
10 klst - mentor markþjálfun
Bókin -Markþjálfun, vilji, vit og vissa- eftir Matildu Gregersdotter, Arnór Má Másson og Hauk Inga Jónasson
Íslenskt námsefni
Æfingamarkþjálfun
8 x léttir málsverðir
16 x kaffi

Skráningargjald 50.000 kr, ekki endurgreitt.
Staðgreiðsluafsláttur ef loka greiðsla berst mánuði áður en nám hefst; 453.050 kr
Sjá myndbrot og umsagnir á www.evolvia.is, www.markthjalfanam.is

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Markþjálfun - Evolvia 10. feb - 12. maí Mánudagar og þriðjudagar, sjá hér að ofan Sjá í kynningu hér að ofan SÍMEY, Þórsstíg 4 533.000 kr. Skráning