Markþjálfun - Evolvia

Flokkur: námskeið

Evolvia ACC Markþjálfunarnám er heildrænt og hagnýtt nám sem veitir nemandanum góða undirstöðu í aðferðafræðum markþjálfunar. Námið byggir bæði á fyrirlestrum og verklegum æfingum þar sem nemendur markþjálfa hver annan. Einnig fá allir nemendur mentor markþjálfa sem þeir hitta reglulega á námstímanum. Í náminu lærir nemandinn á áhrifaríkan hátt að beita þeim ellefu grunnþáttum sem markþjálfi þarf að kunna skil á. Námið inniheldur framsæknar æfingar, krefst töluverðar sjálfsskoðunar og veitir mikinn lærdóm um hvern og einn.

Kennsludagar kl 9:00-17:00

7. og 8. febrúar, mánudag og þriðjudag
7. og 8. mars, mánudag og þriðjudag
4. og 5. apríl, mánudag og þriðjudag
2. og 3. maí, mánudag og þriðjudag

 

Verð: 533.000 kr, þar af skráningargjald 50.000 kr. Snemmskráning viku eftir kynningu á 479.700 kr

Innifalið í námskeiði:
64 klst – ACSTH vottuð þjálfun í markþjálfun
10 klst - mentor markþjálfun
Bókin -Markþjálfun, vilji, vit og vissa- eftir Matildu Gregersdotter, Arnór Má Másson og Hauk Inga Jónasson
Íslenskt námsefni
Æfingamarkþjálfun
8 x léttir málsverðir
16 x kaffi

Skráningargjald 50.000 kr, ekki endurgreitt.
Staðgreiðsluafsláttur ef loka greiðsla berst mánuði áður en nám hefst; 453.050 kr
Sjá myndbrot og umsagnir á www.evolvia.is, www.markthjalfanam.is

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning