Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).
Á námskeiðinu verður farið yfir rétta líkamsbeitingu á vinnustað og hvernig hægt er að hagræða vinnuumhverfinu þannig að komist verði hjá álagseinkennum og einhæfum vinnustellingum. Lögð verður áhersla á að kenna góða setstöðu og líkamsbeitingu við standandi vinnu og rætt verður um mikilvægi þess að geta gert hvorutveggja á vinnutíma. Þá verður rætt um einhæfa álagsvinnu og rétta líkamsbeitingu við að lyfta þungum byrðum.
Að loknu námskeiði eru þátttakendur meira meðvitaðir um líkamsbeitingu, líkamsstöðu, stoðkerfið og álagseinkenni sem tengjast vinnu. Þátttakendur fá einnig innsýn í hvernig þeir geta sjálfir dregið úr líkum á óæskilegu álagi á stoðkerfið.
Fyrirkomulag: Í boði verður tveggja tíma staðnámskeið á sex starfsstöðum HSN fyrir starfsfólk í umönnunarstörfum annars vegar og hins vegar húsverði/starfsfólk á skrifstofum. Einnig verður boðið upp á eitt fjarnámskeið fyrir þá sem ekki komast á staðnámskeiðin.
Fyrir hverja: Allt starfsfólk HSN
Leiðbeinandi: Deborah Júlía Robinson
Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefur:
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|