Grænir leiðtogar - námskeið fyrir SSNE

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er eingöngu ætlað starfsfólki sveitarfélaga á Norðurlandi eystra sem tekur þátt í verkefni SSNE um Græn skref. 
Námskeiðið er hluti af áhersluverkefni SSNE - LOFTUM fræðsluáætlun. 

Í hinu stóra samhengi loftslagsbreytinga hvaða máli skiptir að slökkva ljósin, versla umhverfisvottaðar vörur eða hvetja starfsfólk til að hjóla í vinnuna? Við munum varpa ljósi á heildarmyndina, mikilvægi Grænna skrefa fyrir loftslagsmál, hringrásarhagkerfið og þróun samfélagsins í átt að sjálfbærni.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Hvers vegna við þurfum leiðtoga í þessum málaflokki
  • Hvað það er að vera leiðtogi og hvernig við eflum okkur sem slíkir
  • Loftslagsbreytingar, hvað er að gerast og hvernig okkar aðgerðir skipta máli
  • Hringrásarhagkerfið, um hvað það snýst og hvernig við tökum þátt
  • Tenging Grænna skrefa við framtíðarmyndina í sjálfbærni og loftslagsmálum

 Ávinningur þátttakenda:

  • Aukinn skilningur á þeim umhverfisvanda sem heimurinn á við í dag og á þeim lausnum sem verið er að innleiða á alþjóðavettvangi og á Íslandi
  • Skilningur á tilgangi Grænna skrefa og hvernig þau hafa áhrif á stóru myndina
  • Öryggi í leiðandi hlutverki á vinnustaðnum við innleiðingu Grænna skrefa
  • Skýrari sýn á hvernig leiðtogi þátttakandi vill vera 

Lengd: 3 tímar, gert verður 45 mínútna hádegishlé og boðið upp á súpu.  

Leiðbeinandi: Dr. Snjólaug Ólafsdóttir er sviðstjóri sjálfbærni hjá EY. Hún rak áður eigin ráðgjafaþjónustu í sjálfbærni Andrými sjálfbærnisetur. Snjólaug hefur komið víða við á sviði sjálfbærni og m.a. unnið mikið með Festu – miðstöð um sjálfbærni, verið ritari Vísindanefndar um loftslagsáhrif á Íslandi ásamt því að aðstoða við gerð og innleiðingu- sjálfbærni og loftslagsstefna hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning