Leiðbeinandi samtal

Flokkur: námskeið

Á námskeiðinu munu stjórnendur fá innsýn í eðli leiðbeinandi samtala og öðlast öryggi til að taka slík samtöl með nákvæmum leiðbeiningum. Einnig  fá þeir tækifæri til að æfa sig á hvor öðrum með komandi samtöl í huga. 

Lykilspurningar sem svarað verður á námskeiðinu:  

  • Hvað eru leiðbeinandi samtöl og hvenær grípum við til þeirra?
  • Hvað er óviðeigandi hegðun eða viðhorf?
  • Hvað virkar/hvað virkar alls ekki?
  • Hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir getum við nýtt?  
  • Hvers konar  undirbúningur er nauðsynlegur?
  • Hvenær er rétti tíminn, staðsetning og aðstæður?
  • Hvernig áhrif hefur hugarfar stjórnandans á framgang mála?
  • Hvernig nýtið þið markþjáfunartækni í samtalinu?
  • Hvernig er framkvæmdin frá A til Ö?
  • Hvernig fylgið þið eftir málunum með öryggi og ákveðni?
  • Hvenær og hvernig?

Undirbúningur: Stjórnendur eru hvattir til að koma með raunveruleg dæmi um samtöl framundan eða fyrrum áskoranir. Stjórnendur rifja upp krefjandi samtöl sem að þeir hafa átt áður við sína starfsmenn og spyrja sig eftirfarandi spurninga:

  • Hvaða samtöl upplifði ég sem sigur/ósigur og hvers vegna?
  • Hvað virkar og hvað ekki?
  • Hver er mín stærsta áskorun við slík samtöl?

Leiðbeinandi: Guðrún Snorradóttir PCC stjórnendamarkþjálfi. Guðrún byggir á 12 ára reynslu sem stjórnandi og þekkir heim stjórnandans frá fyrstu hendi. Hún hefur einnig reynslu af mannauðsstjórnun og hefur unnið með stjórnendum bæði innan einka- sem og opinbera geirans. Hennar sérsvið eru áskoranir í samskiptum innan vinnustaða ásamt fyrirbyggjandi aðgerðum með því að einblína á styrkleika, helgun, tilgang, þrautseigju og færni starfsmanna. Hún er með master í jákvæðri sálfræði og er vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá ICF (International coaching federation, 700 tímar að baki). Guðrún er formaður félags um jákvæða sálfræði á Íslandi.

Athugið að starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða fyrir þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og stofnana þeirra sem eru aðilar að Sveitamennt og ríkisstofnana og sjálfseignastofnana sem eru aðilar að Ríkismennt. Þetta gildir um starfsmenn í Einingu Iðju. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð