Korter í kulnun - Leiðir til lausna fyrir stjórnendur - Streituskólinn

Flokkur: námskeið

Farið verður yfir muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu. Þá verður þátttakendum gefin verkfæri til að greina streitu og kenndar rannsakaðar aðferðir henni til forvarnar og úrlausna. Greinarmunur verður gerður á því hvar ábyrgð stjórnenda sem og starfsmanna liggur. Þá verður fjallað um með hvaða hætti megi gera endurkomu starfsmanns eftir veikindaleyfi sem mest ánægjulega sem og skilvirka. Kynnt verða ný hugtök úr streitufræðunum. Fjallað verður um nýjar leiðir sem stuðla eiga að jafnvægi og hvíld á vinnustað.

Að lokum verður stutt kynning á fyrirtækjaþjónustu Streituskólans og starfsemi Streitumóttökunnar. 

Dæmi um algengar spurningar sem svarað verður á námskeiðinu: 

  •  Hvers vegna er streita og kulnun orðin svona algeng í dag?
  • Hver er munurinn á streitu og kulnun? 
  • Hvort er um að ræða ástand eða sjúkdóm?
  • Hvar liggur ábyrgð starfsmanna vs. stjórnenda?
  • Með hvaða hætti næ ég að blómstra í starfi?
  • Hvað segja nýjustu rannsóknir?
  • Á streittur einstaklingur afturgengt á vinnumarkaðinn?
  • Hverjir eru mest útsettir fyrir streitunni?
  • Með hvaða hætti er hægt að skapa slakandi starfsumhverfi?

Markhópur: Námskeiðið er sérsniðið fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana

Tími: 2 tímar

Leiðbeinandi Helga Hrönn Óladóttir  frá Streituskólanum 

Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið! 

Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð