Jákvæð samskipti með Pálmari Ragnarssyni

Flokkur: vefnámskeid

Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Á  fyrirlestrinum fjallar Pálmar á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á vinnustaðina okkar auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands.  Þá blandast inn í fyrirlesturinn hvatning um jákvætt hugarfar á krefjandi tímum og skemmtilegir punktar um rafræn samskipti þegar það á við.

Leiðbeinandi: Pálmar Ragnarsson fyrirlesari og körfuboltaþjálfari

 

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn og starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð