Íslenskt táknmál - framhald

Flokkur: námskeið

Nemendur læra að vísa til vegar, gefa einföld fyrirmæli, leiðrétta og staðfesta fyrirmælin og staðsetja hluti út frá sjónarhóli táknara. Nemendur þjálfast enn frekar í stöfun og notkun talna, læra að lýsa mismunandi húsnæði, segja hvar þau búa og tala um heimili sín. Nemendur fá jafnframt þjálfun í að lýsa formi hluta. Nemendur læra að segja hvað þau langar í og geta spurt hvar og hvernig hægt sé að nálgast það.

Orðaforðinn sem nemendur læra tengist húsnæði og innanstokksmunum, bæði innan heimilis og í vinnuhúsnæði. Nemendur læra að tala um mat og drykk, samgöngur, samgöngutæki og staðarheiti á ÍTM. Haldið er áfram að æfa tölur frá 1 – 100.

Í málfræðihluta námskeiðisins er kennslan úr Táknmáli 1 fest í sessi auk þess sem kenndar eru afstöðulýsingar. Nemendur þjálfa staðsetningar, tilvísun í rými, lýsingu á vegalengdum og stigbreytingu tákna.

Lesefni námskeiðisins fjallar um döff fyrr á öldum, menningu þeirra og aðstæður.

Leiðbeinandi: Unnur Unnsteinsdóttir, táknmálstúlkur

Forkröfur: Táknmál 1

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.

Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð