Húmor virkar í alvörunni - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Hér er um að ræða fyrirlestur sem samanstendur m.a. af niðurstöðum viðamikilla rannsókna og vinnu á virkni húmors á heilsu (líkamlega sem andlega) og sem árangursaukandi afl í atvinnulífinu og lífinu almennt. Fyrirlesturinn er í senn mjög skemmtilegur en einnig fræðandi og fær fólk til að sjá húmor í nýju ljósi. 

Fyrirlesturinn var frumfluttur á Læknadögum í Hörpu og hefur fengið frábærar viðtökur. Fyrirlesturinn er unninn upp úr 8 klst. samnefndu námskeiði í Háskólanum í Reykjavík sem Sveinn Waage setti saman árið 2021 með liðsinni dr. Kristínar Sigurðardóttur og sr. Bjarna Karlssonar. 

Leiðbeinandi: Sveinn Waage starfar sem rekstrar- og markaðsstjóri hjá Svarinu ehf. sem setur upp grænar þjónustu-miðstöðvar um landið, ásamt að veita ráðgjöf í markaðs- og samskiptamálum. 

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.

Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Húmor virkar 15. mar Miðvikudagur 17.00-18.00 ZOOM 14.900 kr. Skráning