Húmor og aðrir styrkleikar á vinnustað

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).  

Húmor er einstakt tæki til að auka á hamingju okkar og það hefur reynst afar áhrifaríkt að beita húmor í samskiptum en þó þarf að huga að mörgum hliðum á notkun húmors og gæta þess að um jákvæðan uppbyggilegan húmor sé að ræða.
Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að húmor  í daglegum samskiptum hjálpar fólki að minnka streitu, leysa úr vandamálum og upplifa jákvæðari sýn á lífið. Starfsánægja eykst þar sem fólk brosir og hlær saman. Forvitnilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að það að beita húmor  (jákvæðum) eykur flæði vellíðunarhormóna og styrkir ónæmiskerfið. Húmor sem hamingjuaukandi afl nærir andann gerir góða vinnustaði enn betri, styrkir tengsl og stuðlar að góðum starfsanda"    

Leiðbeinandi: Edda Björgvinsdóttir, leikkona 

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:

Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning