Hönnunar- og tilraunasmiðja í FabLab

Flokkur: Lengra nám

FabLab nýtir opinn hugbúnað og býr yfir margvíslegum tækjum og aðstöðu til vinnu og þróunar hugmynda. Þar á meðal eru laserskeri, vínilskurður, þrívíddarprentun og stór CNC fræsari.

Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrarformi og verklegri vinnu en auk þessa þurfa þátttakendur að halda verkdagbók á meðan á námskeiði stendur.

Með því að kynnast ólíkum framleiðsluferlum frá upphafi til enda og sjá hugmyndir sínar verða að veruleika, öðlast þátttakendur innsýn í hvað liggur að baki því að búa til hluti og framleiða.

Athugið að námið er ætlað einstaklingum sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi. 
Miðað er við að fagbókleg kennsla nemi að lágmarki 13 klukkustundum af 80 klukkustunda heildarnámstíma.

Forkröfur náms: Ætlað fólki sem er 18 ára og eldra.
Lengd: 80 klst.
Námsmat: Gerð er krafa um 80% lágmarksmætingu.
Kennarar: Helga Björg Jónasardóttir, vöruhönnuður, myndlistamaður og kennari. Ólafur Pálmi Guðnason tölvunarfræðingur og Jón Þór Sigurðsson margmiðlunarhönnuður.
Staðsetning: FabLab smiðja í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Hvenær: kennsla hefst í byrjun febrúar, nánar auglýst síðar
Verð: 36.000 kr. Efniskostnaður innifalinn að hluta. ( með fyrirvara um breytingar á gjaldskrá skv. ákvörðun fræðslusjóðs)

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. 

Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá dagsetningu umsóknar.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist innan 14 daga eftir að umsókn var send inn, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en 14 daga fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.


p.s. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!