Geðsjúkdómar og geðheilbrigði

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Athugið þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Búsetusviðs Akureyrarbæjar, Plastiðjunnar Bjargs Iðjulundar og Skógarlundar.

 

Fjallað er um helstu geðsjúkdóma og raskanir og einkenni þeirra. Fjallað um helstu meðferðir og ólík meðferðarform verða kynnt til sögunar. 

Önnur mikilvæg hugtök innan geðheilbrigðisþjónustunnar verða kynnt s.s. heilsuefling meðal notenda geðheilbrigðisþjónustunnar og forvarnir. Hugtakið valdefling kynnt og útskýrt.

Að loknum námskeiði á þátttakandi m.a. að:

  • Þekki  hugtakið geðheilsa, og grundvallar atriði í sögu og þróun geðheilbrigðisþjónustunnar
  • Þekki grunnatriði meðferðarsambandsins
  • Þekkja einkenni og meðferð einstaklinga með ólíka geðsjúkdóma, s.s. geðslagssjúkdóma, persónuleikaraskana og geðrofssjúkdóma.
  • Geta skýrt hlutverk heilbrigðiskerfisins í endurhæfingu og meðferð geðsjúkdóma.
  • Hafi þekkingu á fordómum gagnvart geðsjúkum
  • Hafi skilning á hugtakinu stimplun (stigma).

 

Kennari: Dr. Gísli Kort Kristófersson, sérfræðingur í geðhjúkrun, dósent í geðhjúkrun við Háskólann á Akureyri.

 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning