Heimili og hönnun

Flokkur: vefnámskeid

ÞÖKKUM VIÐTÖKUR - NÁMSKEIÐIÐ ER ORÐIÐ FULLT!

 

Á námskeiðinu er farið í grunnatriði hönnunar innan heimilisins s.s.uppröðun húsgagna, hvernig hengja eigi upp myndir og litaskema. Hvernig má láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til að mynda góða heild á heimilinu?

Tekin eru fjölmörg dæmi um vel heppnaðar samsetningar. Hvað fer saman, hvað ekki og af hverju?

Að loknu námskeiðinu ættu þátttakendur að geta gert einfaldar breytingar heima við sem draga betur fram þann stíl sem hentar vel þeim munum og húsgögnum sem eru til á heimilinu. Ekki er nauðsynlegt að fara í dýrar framkvæmdir til að endurspegla persónulegan stíl

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Liti, grunnhugtök í litafræði
  • Lýsingu
  • Form
  • Mottur
  • Uppröðun húsgagna
  • Myndir
  • Uppröðun smáhluta

Ávinningur þinn:

  •  Þú sérð þitt umhverfi í nýju ljósi.
  •  Góð ráð sem þú getur nýtt alls staðar.
  •  Gagnrýnni augu á umhverfi þitt.

Leiðbeinandi : Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður og sjúkraþjálfari. Hún hefur kennt vinsæl námskeið hjá EHÍ. Starfar nú sem sjálfstæður hönnuður við fjölbreytt verkefni með sjálfbærni að leiðarljósi. Hennar sex manna fjölskylda hefur markvisst unnið að því að draga úr vistspori.


Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn og starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð