Heilaheilsa og þjálfun hugans

Flokkur: námskeið

Á námskeiðinu verður fjallað um heilaheilsu og hvernig hugrænir þættir (s.s. einbeiting, athygli, minni, skipulagsfærni og félagsskilningur) hafa áhrif á okkar daglega líf. Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur (a) öðlist þekkingu á hugrænum þáttum og hvaða hlutverki þeir gegna í okkar daglega lífi, (b) öðlist betri innsýn í eigin hugrænu styrkleika og veikleika, (c) læri leiðir til að þjálfa hugann. 

Hugræn geta á við um starfsemi heilans sem gerir okkur kleift að vera virk í daglegu lífi, s.s. heima, í vinnu og í samskiptum. Áhersla á heilaheilsu hefur aukist síðustu áratugina og rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi ýmissa leiða til að þjálfa heilann, s.s. hreyfingu, nám, fjölbreytt áhugamál og hugræna þjálfun. Hugræn þjálfun hefur víða verið rannsökuð og er nú í boði sem meðferð fyrir ýmsa hópa. 

Á námskeiðinu er fjallað um: 

• Heilaheilsu og hugræna þætti, s.s. einbeitingu, athygli, minni, félagsskilning og áhrif þeirra á daglegt líf. 
• Leiðir til að auka innsýn í eigin hugrænu styrkleika og veikleika. 
• Hugræna þjálfun. 
• Hvernig á að útbúa þjálfunaráætlun til að bæta hugræna getu og meta árangurinn. 

Ávinningur þinn: 

• Aukinn skilningur á hugrænum þáttum og áhrifum þeirra á daglegt líf. 
• Tækifæri til að fá nýja sýn á eigin færni og nýjar leiðir til að ná settum markmiðum. 
 

Fyrir hverja: 
Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja fræðast um heilaheilsu og leiðir til að þjálfa hugræna þætti á markvissan hátt. 

Leiðbeinandi : Ólína G. Viðarsdóttir er með BA og kandidatspróf í sálfræði, auk þess að hafa lokið doktorsprófi í líf- og læknavísindum. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Ólína hugræna getu og áhrif hugrænnar endurhæfingar á hugræna getu, líðan og færni í daglegu lífi. Ólína starfar sem sálfræðingur á geðþjónustu Landspítala. Auk þess sinnir Ólína gestakennslu við Háskóla Íslands. 

 

Tími: 16. og 23. febrúar frá kl.  17.00-20.00 

 

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð