Grunnur að góðu breytingarskeiði - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Breytingaskeiðið hefur lengi verið geymt i myrkrinu, lítið mátt tala um þetta óumflýjanlega skeið sem allar konur fara í gegnum á einn eða annan hátt, margar konur upplifa sig einar og fá oft lítinn skilning eða stuðning.

Breytingaskeiðið er meira en bara hitakóf og pirringur, sumar konur finna fyrir lífshamlandi einkennum sem geta ógnað framtíðarheilsu og atvinnuöryggi.

Markmiðið með þessu námskeiði er að fræða fólk, uppræta fordóma og útrýma tabúinu.

Leiðbeinandi: Halldóra Skúladóttir, breytingaskeiðsráðgjafi og markþjálfi

Lengd: 1 klst

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.

Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð