Grænn Lífsstíll - okkar framlag skiptir máli

Flokkur: vefnámskeid

Lýsing: Á námskeiðinu er farið yfir einföld en mikilvæg skref í áttina að grænum lífsstíl. Við sýnum fram á hvað við getum gert sem einstaklingar og hvert skref í rétta átt skiptir máli.
 Undanfarin ár hefur neyslumynstur fjölskyldu minnar breyst mikið. Við höfum tekið markviss skref til að minnka vistspor okkar, m.a. með því að halda bókhald yfir plastnotkun og fleira. Nota minna, endurnýta og endurvinna - þessi þrjú mikilvægu skref eru góð þula fyrir okkur. Hver eru réttu skrefin? Það eru oft margir þættir sem við þurfum að skoða og ekkert eitt rétt í sjálfbærni. Leiðbeinandinn hefur tekið þátt í námskeiðum hjá Leyla Acaroglu sem rekur Unschool þar sem farið er í heildræna nálgun í að leysa flókin vandamál og knúið fram sjálfbærar og félagslegar breytingar.
 Á námskeiðinu er fjallað um:
 - Einföld fyrstu skref við innkaupin, endurvinnslu og skipulag
 - Hvaða lausnir eru til að takmarka umbúðir?
 - Ferðamáti - almenningssamgöngur og einkabíllinn.
 - Hvað getum við lagað og lengt líftíma?
 - Sjálfbærni og hringrásarhugsun.
 Ávinningur þinn:
 - Þú færð hugmyndir um fyrstu skrefin að lægra vistspori.
 - Aukinn skilningur á umhverfisvænni lífsstíl.
 - Tileinkar þér aukna vitund um þinn lífsstíl.

Leiðbeinandi : Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður og sjúkraþjálfari. Hún hefur kennt vinsæl námskeið hjá EHÍ. Starfar nú sem sjálfstæður hönnuður við fjölbreytt verkefni með sjálfbærni að leiðarljósi. Hennar sex manna fjölskylda hefur markvisst unnið að því að draga úr vistspori.


Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn og starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning