Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).
Í hinu stóra samhengi loftslagsbreytinga hvaða máli skiptir að slökkva ljósin, versla umhverfisvottaðar vörur eða hvetja starfsfólk til að hjóla í vinnuna? Við munum varpa ljósi á heildarmyndina, mikilvægi Grænna skrefa fyrir loftslagsmál, hringrásarhagkerfið og þróun samfélagsins í átt að sjálfbærni.
Á námskeiðinu er fjallað um:
Hvers vegna við þurfum leiðtoga í þessum málaflokki
Hvað það er að vera leiðtogi og hvernig við eflum okkur sem slíkir
Loftslagsbreytingar, hvað er að gerast og hvernig okkar aðgerðir skipta máli
Hringrásarhagkerfið, um hvað það snýst og hvernig við tökum þátt
Tenging Grænna skrefa við framtíðarmyndina í sjálfbærni og loftslagsmálum
Ávinningur þátttakenda:
Aukinn skilningur á þeim umhverfisvanda sem heimurinn á við í dag og á þeim lausnum sem verið er að innleiða á alþjóðavettvangi og á Íslandi
Skilningur á tilgangi Grænna skrefa og hvernig þau hafa áhrif á stóru myndina
Öryggi í leiðandi hlutverki á vinnustaðnum við innleiðingu Grænna skrefa
Skýrari sýn á hvernig leiðtogi þátttakandi vill vera
Lengd: 3 tímar, gert verður klukkutíma hádegishlé og boðið upp á súpu.
Leiðbeinandi: Dr. Snjólaug Ólafsdóttir. Snjólaug hefur komið víða við á sviði sjálfbærni og m.a. unnið mikið með Festu – miðstöð um sjálfbærni, verið ritari Vísindanefndar um loftslagsáhrif á Íslandi ásamt því að aðstoða við gerð og innleiðingu- sjálfbærni og loftslagsstefna hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum.
Hvar og hvenær: Staðkennt í SÍMEY 7. október frá kl. 10-14
Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð |
---|