Góð liðsheild og jákvæð samskipti

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN). 

Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Fyrirlesturinn hefur hann flutt fyrir marga af stærstu vinnustöðum landsins, ýmis ráðuneyti og fleiri. Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á vinnustaðina okkar auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands. 

Þá blandast inn í fyrirlesturinn hvatning um jákvætt hugarfar á krefjandi tímum og skemmtilegir punktar um rafræn samskipti þegar það á við. 

Leiðbeinandi: Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari, fyrirlesari  og höfundur bókarinnar Samskipti.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning