Vinnustofa fyrir stjórnendur á vegum Mental ráðgjafar í samstarfi við SÍMEY.
Í tilefni af því að ráðgjafafyrirtækin Mental ráðgjöf og Mögnum hafa sameinað krafta sína og hyggja á náið samstarf í þágu andlegs heilbrigðis á vinnustöðum á Norðurlandi, stendur Mental í samstarfi við SÍMEY fyrir vinnustofu fyrir stjórnendur.
Vinnustofan er ætluð til að auka vitund og skilning stjórnenda á andlegu heilbrigði á vinnustað og að byggja upp færni og sjálfstraust til að stuðla að opinskárri umræðu um geðheilbrigði og gera þau fær í að leiða teymi sín með samkennd og aukin samskipti að leiðarljósi.
Þátttakendur öðlast innsýn í birtingarmyndir geðvanda, færni til að bera kennsl á vanda í uppsiglingu og bregðast við og styðja við starfsfólk á viðeigandi hátt, með ríkri áherslu á forvarnir, stuðning og snemmtæka íhlutun.
Vinnustofan hentar öllum sem þeim sem eru með mannaforráð eða koma að daglegri stjórnun teyma.
Lengd og fyrirkomulag: Þriggja tíma vinnustofa sem felur í sér blöndu af fræðslu, sjálfsskoðun, umræðum í litlum hópum og hlutverkaleikjum.
Leiðbeinandi: Helena Jónsdóttir, klínískur sálfræðingur og framkvæmdastjóri og stofnandi Mental.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð |
---|