Garðverkin í sumarbyrjun - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Á námskeiðinu er farið yfir ótal þætti er varða garðverkin í sumarbyrjun. Farið verður yfir  hvaða trjágróður og runna þarf að snyrta meðan náttúran er enn í vetrardvala og hvenær tímabært sé að snyrta rósirnar og viðkvæmar plöntur. Hvernig á að hlúa að sígrænum gróðri svo nálarnar þorni ekki í vorsólinni. Farið er yfir upptöku og skiptingu fjölærra plantna sem orðnar eru frekar á plássið og hvenær tímabært sé að eiga við mosann í grasfletinum. Hvenær á að láta kartöflurnar spíra og á hvaða tíma byrjar maður að sá fyrir krydd, matjurtum og sumarblómunum. Einnig kennt hvernig eigi að bleikja rabarbarann. Auk alls þessa þá er farið yfir hvenær tímabært sé að koma vorlaukunum til, animónum, dalíum og fresíum sem fegra garðinn næsta sumar og ekki síst að hressa uppá garðhúsgöngin. 

Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen,  garðyrkjufræðingur og ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið og garðsins. 

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki og stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.
Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð