Gæðin úr eigin garði

Flokkur: vefnámskeid

Gæðin úr eigin garði – ótal leiðir til að nýta sér berjauppskeruna, krydd- og matjurtirnar. - 90 mín vefnámskeið   - Skráning hefst í byrjun ágúst

Á námskeiðinu er fjallað um ótal leiðir til að nýta sér uppskeruna af berjarunnunum, úr krydd- og matjurtagarðinum. Farið yfir geymslulaunsir, kæligeymslur skoðaðar, hugleitt hvaða tegundir er gott að geyma í kæli, frysta og eða þurrk. Kennd grunnatriði í súrkálgerð, að búa til kryddolíur og berjasultur. Nemendur á námskeiðinu fá aðgang að lokuðum hóp á Fésbók. Þar mun Auður miðla upplýsingum og myndböndum og nemar fá tækifæri á að spyrja og spjalla.  

Leiðbeinandi: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins 

Verð: 11.000 kr. 

 

*Félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðin sér að kostnaðarlausu. 

Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn og starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning